Horfur í efnahagsmálum „dekkst umtalsvert“

Kristalina Georgieva.
Kristalina Georgieva. AFP/Brendan Smialowski

Horfur í efnahagsmálum í heiminum hafa „dekkst umtalsvert" og þær gætu versnað enn frekar, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Nefnir hún innrás Rússa í Úkraínu og þá miklu verðbólgu sem hún hefur valdið sem helstu ástæðuna fyrir því.

Þetta hafi í för með sér meiri hættu á víðtækri hungursneyð og fátækt.

Nokkrir mánuður eru liðnir síðan AGS lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir árin 2022 og 2023.

Úkraínustríðið hófst á sama tíma og heimurinn var að reyna að jafna sig á áhrifum af völdum kórónuveirufaraldursins. Aukin verðbólga hefur ógnað þeim árangri sem hefur náðst á síðustu tveimur árum.

Rússneskur hermaður á gangi í úkraínsku borginni Severodonetsk í gær.
Rússneskur hermaður á gangi í úkraínsku borginni Severodonetsk í gær. AFP/Olga Maltseva

AGS „spáir því að það dragi enn frekar úr hagvexti" árin 2022 og 2023, sagði Kristalia Georgieva, framkvæmdastjóri AGS, í bloggfærslu sem var birt fyrir fund fjármálaráðherra og seðlabankastjóra G-20-ríkja sem verður haldinn á föstudag og laugardag í Balí á Indónesíu.

„Árið 2022 verður erfitt -- og mögulega verður 2023 enn erfiðara, með aukinni hættu á kreppu," skrifaði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka