Taprekstur Kjarnans heldur áfram

Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri vefsíðunnar Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri vefsíðunnar Kjarnans. mbl.is/Hari

Kjarninn miðlar ehf. tapaði 4,9 milljónum króna á síðasta ári, en félagið rekur samnefnda vefsíðu og tímaritið Vísbendingu. Tap félagsins árið áður nam rúmum sex milljónum króna. Kjarninn hefur frá upphafi verið rekinn með tapi, en alls nemur tapið frá því að félagið var sett á fót árið 2013 rúmum 66 milljónum króna.

Eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í vor var hlutafé félagsins aukið um 25 milljónir króna undir lok síðasta árs, bæði með fjárframlögum núverandi hluthafa auk þess sem skuldum við hluthafa var breytt í hlutafé.

Tekjur félagsins námu í fyrra um 107 milljónum króna og jukust um tæpar 29 milljónir á milli ára. Í frétt á vefsíðu félagsins kemur fram að svonefndum valfrjálsum greiðslum til miðilsins hafi fjölgað og meðalfjárhæð þeirra hækkað. Rétt er að taka fram að slíkar greiðslur bera ekki virðisaukaskatt líkt og hefðbundnar áskriftartekjur. Þá á Kjarninn rúmar 15 milljónir króna í tekjuskattsinneign vegna tapreksturs síðustu ára.

Rekstrargjöld námu um 111 milljónum króna og jukust um tæpar 28 milljónir króna á milli ára. Laun og launatengd gjöld námu tæpum 95 milljónum króna á árinu, voru um 85% af rekstrargjöldum síðasta árs, og jukust um tæpar 25 milljónir króna á milli ára. Eigið fé félagsins var í árslok 25,8 milljónir króna og Kjarninn miðlar fékk 14,4 milljóna fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði.

Í frétt á vefsíðu Kjarnans kemur fram að lestur síðunnar hafi aukist um 20% á tveggja ára tímabili, frá árinu 2019, og hafi aldrei verið meiri en nú. Þó eru engar tölur birtar um lestur eða heimsóknir á síðuna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK