Var eini eigandi leikhússins

Kristján segist vera mjög ánægður með söluna. Hann ákvað að …
Kristján segist vera mjög ánægður með söluna. Hann ákvað að setja leikhúsið í söluferli skömmu áður en Covid-faraldurinn hófst. Ljósmynd/Aðsend

Alþjóðlega afþreyingarfyrirtækið Live Nation International Inc. hefur keypt rekstur Göta Lejon-leikhússins í Stokkhólmi. Seljandinn er fyrirtæki í eigu íslenska athafnamannsins Kristjáns Ra Kristjánssonar.

Kaupverðið er trúnaðarmál.

Live Nation er stærsti viðburðahaldari í heimi en móðurfélagið rekur um þrjú hundruð viðburðahús um allan heim.

Kristján segist í samtali við ViðskiptaMoggann vera mjög ánægður með söluna. Hann ákvað að setja leikhúsið í söluferli skömmu áður en Covid-faraldurinn hófst.

Kristján flutti til Íslands á síðasta ári eftir fimmtán ára búsetu í Svíþjóð.

1.400 manna leikhús

„Þetta er 1.100 manna leikhús, um tvöfalt stærra en íslenska Þjóðleikhúsið og eitt af fjórum stóru leikhúsunum í Stokkhólmi. Live Nation hyggst loka húsinu í hálft ár frá og með maí nk. og breyta því í takt við áætlanir sem ég og mitt samstarfsfólk höfðum áður lagt drög að,“ segir Kristján.

Eftir breytingarnar verður mögulegt að koma 1.400 manns í húsið, að hluta til standandi. Í dag er eingöngu gert ráð fyrir sitjandi áhorfendum. Þá mun fyrirtækið útbúa kaffi- og veitingahús og gera húsið þannig úr garði að hægt sé að hafa opið allt árið.

Eins og fram kemur í ársreikningi Göta Lejon frá uppgjörsárinu 2018-2019, sem er sá reikningur sem liggur til grundvallar viðskiptunum, gekk rekstur hússins vel fram að Covid-19. Veltan var um 37 milljónir sænskra króna, ríflega 500 milljónir íslenskra króna. Afkoman var 10 milljónir sænskra króna, eða tæplega 140 milljónir íslenskra króna.

Kristján Ra hefur rekið þrjú framleiðslufyrirtæki í upplifunargreinum undanfarinn hálfan annan áratug. Göta Lejon hefur hann rekið frá 2008.

Keypti samstarfsmanninn út

Kristján segist í fyrstu hafa rekið leikhúsið sem meðeigandi en við söluna sé hann eini eigandi móðurfélags þess. 

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK