„Við spöruðum 2.500 fer­metra í hús­næði“

Jóhann, Bjarni og Jóhannes stýra Samhentum Kassagerð hf.
Jóhann, Bjarni og Jóhannes stýra Samhentum Kassagerð hf. Kristinn Magnússon

Með kaupum Samhentra Kassagerðar hf. á Kassagerðinni árið 2020 varð til gríðarlegur sparnaður segja forsvarsmenn Samhentra í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag þar sem rætt er um starfsemi félagsins.

„Þessi félög voru uppsett á sambærilegan hátt eftir að Kassagerðin hætti framleiðslu hérlendis. Samlegðin var gríðarlega mikil í húsnæðismálum og starfsmannahaldi. Það var hún sem skipti mestu máli því samkeppnishæfni við beinan innflutning jókst. Við spöruðum 2.500 fermetra í húsnæði,“ segir Jóhannes Guðni Jónsson fjármálstjóri.

Forsvarsmennirnir útskýra að þróunin á umbúðamarkaði á Íslandi sé svipuð og annars staðar í Evrópu síðastliðin 20 ár. Þar hafa lítil umbúðafyrirtæki eins og Kassagerðin þurft að lúta í gras og samþjöppun verið mikil.

„Hér heima hefði samrunaþróunin helst þurft að byrja mun fyrr,“ segir Bjarni Hrafnsson rekstrarstjóri.

Núverandi stærð nauðsynleg

„Núverandi stærð Samhentra er nauðsynleg svo við getum boðið samkeppnishæft verð á evrópskan mælikvarða. Okkar sex milljarða velta, gott samband við birgja, sérhæft starfsfólk og góð flutningskjör hafa gert okkur kleift að bjóða samkeppnishæft verð,“ útskýrir Jóhannes.

„Okkar birgjar eru þeir stærstu á sínu sviði í heiminum. Það skiptir máli að vera með góða birgja.“

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK