Ásmundur stígur til hliðar

Ásmundur Tryggvason stígur til hliðar.
Ásmundur Tryggvason stígur til hliðar. Samsett mynd

Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Er hann alfarið hættur störfum hjá bankanum.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í stað hans. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka í kvöld. Ásmundur hefur gegnt stöðunni frá ársbyrjun 2019.

Gustað hefur um stjórn og stjórnendur Íslandsbanka í vikunni eftir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands(FME) gaf út skýrslu sína um sölu bankans á 22,5% hlut íslenska ríkisins í bankanum á síðasta ári. 

Líkt og mbl.is fjallaði um á mánudag kom fram í skýrslunni að Ásmundur hafi sett sig í samband við regluvörslu bankans til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans.

Í vikunni lét Birna Einarsdóttir af störfum sem bankastjóri og Jón Guðni Ómarsson var ráðinn í stöðuna. 

Kristín Hrönn hefur yfir 20 ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún stýrði teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja á árunum 2013-2019 og hefur síðan þá verið forstöðumaður fjármála, reksturs og stefnumótunar á sviðinu auk þess að sitja í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK