Íbúðaverð lækkar á höfuðborgarsvæðinu

Í fyrsta sinn síðan árið 2014 mælist raunverðslækkun á íbúðum …
Í fyrsta sinn síðan árið 2014 mælist raunverðslækkun á íbúðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Síðasta árið hefur raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,7% ef miðað er við vísitölu neysluverðs.

Í fyrsta sinn síðan árið 2014 mælist raunverðslækkun á íbúðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 

„Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1% í júní. Lækkun á fjölbýli og sérbýli var rétt um 1%. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkaði verð um 2,1% og annars staðar á landsbyggðinni um 0,5%,“ segir í skýrslunni.

Raunverð hefur hækkað síðustu mánuði annars staðar en á landsbyggðinni en bent er á í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að hækkun íbúðaverðs var nokkuð minni á árunum 2020-2022 á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess.

Hlutfallið ekki lægra frá árinu 1997

Þá hefur hlutfall veðsetningar íbúðalána af fasteignum heimila ekki verið lægra frá árinu 1997, en tölur Hagstofunnar ná ekki lengra aftur. Hlutfallið var 27% um síðustu áramót.

Íbúar á Íslandi gætu orðið 400.000 í lok ársins en íbúum hefur fjölgað mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK