Engar forsendur til að breyta stýrivöxtum

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Alþýðusambands Íslands.
Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Alþýðusambands Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Finn­björn A. Her­manns­son, formaður Alþýðusambands Íslands, fagnar því að verðbólgan hefur lækkað niður í 7,6%. Hann sér enga ástæðu til að Seðlabanki Íslands ákveði að breyta stýrivöxtum í ágúst.

„Ég met þetta þannig að við séum á réttri leið að ná verðbólgunni niður. Maður getur ekki annað en fagnað því,“ segir Finnbjörn í samtali við mbl.is.

Pen­inga­stefnu­nefnd tek­ur næstu ákvörðun um stýrivaxtabreytingar þann, 23. ág­úst. Síðast voru stýrivextir hækkaðir um 1,25 prósentustig. Stýrivextir eru því 8,75%.

„Ég sé enga forsendur fyrir því að það verði nein breyting á stýrivöxtum. Ég held það sé best að láta stýrivexti vera eins og þeir eru,“ segir hann.

Verðbólgan í höndum margra

Finnbjörn segir allt of snemmt til að segja til um hvort lækkun verðbólgu muni hafa nokkur áhrif á kjaraviðræður í haust. „Þetta er bara ein mánaðarmæling og þær eru nokkrar sem eiga eftir að koma áður en við metum stöðuna.“

Segir hann að verðbólgan hafi ekki aukist með hækkun launa, heldur hafi það verið allir aðrir utanaðkomandi þættir.

„Í áframhaldinu stjórnast verðbólgan að stórum hluta af því hvernig markaðurinn spilar úr þessu– hvort menn haldi að sér höndum og hætti þessum verðhækkunum og annað þess háttar. Þetta er í höndum ansi margra,“ segir hann.

„Það er eiginlega allt of snemmt að lesa inn í þetta. En fram að þeim tíma geta margir haft áhrif á það hvernig verðbólga þróast og ég hvet fólk til að leggja sitt af mörkum sem að getur gert eitthvað til að hafa áhrif á það að hún lækki.“

Hverja vísarðu í þarna?

„Ég er að vísa í verslunina og ríkisvaldið með allar hækkanir og þess háttar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK