Verðbólgan lækkar niður í 7,6%

Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí 2023 hækkar um …
Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí 2023 hækkar um 0,03% frá síðasta mánuði og er 595,8 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 7,6% og minnk­ar frá júní­mánuði þegar verðbólg­an mæld­ist 8,9%. Þetta kemur fram í nýútgefnum gögnum Hagstofunnar.

„Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1%,“ segir á vef Hagstofunnar.

Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí 2023 hækkar um 0,03% frá síðasta mánuði og er 595,8 stig.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 492,1 stig og hækkar um 0,20% frá júní 2023.Sumarútsölur höfðu áhrif á lækkun verðbólgu en verð á fötum og skóm lækkaði um 8,7%.

Reiknuð húsaleiga, kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, lækkaði um 0,7%. Á móti kemur að flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK