Verðbólgan minnkar

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6% sem …
Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6% sem hafði 0,31% áhrif á vísitöluna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 8,9% og minnkar frá maímánuði þegar verðbólg­an mæld­ist 9,5%.

Þetta kem­ur fram í töl­um Hag­stof­unn­ar, en í dag birti stofn­un­in vísi­tölu neyslu­verðs fyr­ir júní.

Vísi­tala neyslu­verðs stend­ur nú í 595,6 stig­um og hækk­ar um 0,85% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hækkar um 0,68% frá maí 2023.

Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,6% sem hafði 0,31% áhrif á vísitöluna. Verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7% sem hafði 0,14% áhrif á vísitöluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK