Mikill munur á afdrifum Pólverja og Palestínumanna

Dönsk stjórnvöld hafa á liðnum árum tekið saman gögn um …
Dönsk stjórnvöld hafa á liðnum árum tekið saman gögn um afdrif innflytjenda í landinu. Brynjar Gauti

Hlutfall pólskra karlmanna á bótum í Danmörku er lægra en hlutfall karlmanna af dönskum uppruna. Aðeins 10% pólskra karla eru á bótum en 16% danskra. Hlutfall pólskra kvenna á bótum er einnig lægra en danskra kvenna. Á sama tíma koma innflytjendur frá Líbanon og Palestínu verst út þegar skoðuð er fylgni á milli lítillar atvinnuþátttöku og fjölda bótaþega, en um 51% karlmanna frá löndunum er á opinberu framfæri og um 66% kvenna.

Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins sem hefur í síðustu tölublöðum sínum fjallað um innflytjendur í Danmörku. Umfjöllunin byggir á gögnum dönsku hagstofunnar og danska fjármálaráðuneytisins sem hafa liðnum árum tekið saman nákvæmar upplýsingar um stöðu innflytjenda þar í landi. Hægt er að lesa hluta umfjöllunarinnar hér.

Líkt og hér á landi eru Pólverjar fjölmennasti innflytjendahópurinn í Danmörku, en þeir voru um 47 þúsund í byrjun árs 2023 og 6,7% allra innflytjenda í landinu. Hér á landi búa um 23 þúsund manns frá Póllandi, eða um 32% allra innflytjenda.

Mikill munur þegar kemur að glæpum

Dönsk stjórnvöld viðurkenna ekki sjálfstæði Palestínu og flokka Palestínumenn því sem ríkisfangslausa. Í skýrslum dönsku hagstofunnar voru Palestínumenn sagðir tveir af hverjum þremur þeim sem voru frá Líbanon fram til 2012. Eftir það eru þeir sagðir stór hluti.

Líkt og með hlutfall Pólverja sem eru á bótum er þeir einnig undir meðaltali í sérstakri vísitölu dönsku hagstofunnar yfir karla sem fremja glæpi. Gildið 100 er meðaltalið og Pólverjar eru í 99 stigum. Efstir eru Líbanir/Palestínumenn með 281. Töluvert á eftir koma Sómalar, svo þeir sem komu frá gömlu Júgóslavíu og síðan Sýrlendingar. Rúmenar og Litháar eru aðeins fyrir ofan meðaltalið en Indverjar og Úkraínumenn langt undir.

Stór hluti hefur hlotið dóm

Í Danmörku hefur nokkuð verið fjallað um afdrif um 320 Palestínumanna sem fengu sérstakt dvalarleyfi árið 1992 í kjölfar mótmæla þar í landi. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vitnað í gögn danska innflytjendaráðsins frá 2020 þar sem fram kemur að 204 þeirra, eða 64%, hefðu á árunum 1992-2019 hlotið dóm fyrir afbrot. Þar af hafði 71, eða 22%, hlotið fangelsisdóm. Í árslok 2019 bjuggu 270 af þeim 321 sem fengu dvalarleyfi enn í Danmörku og 176, eða 65%, þáðu framfærslubætur frá hinu opinbera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK