Birta tölfræði um efnahagsleg áhrif innflytjenda

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekið harðari afstöðu í málefnum …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekið harðari afstöðu í málefnum útlendinga á undanförnum árum heldur en aðrir flokkar á vinstri kantinum gerðu áður. AFP

Hreinar tekjur hins opinbera í Danmörku, af þeim sem eru danskir að uppruna, voru 2.036 milljarðar króna árið 2019 en þeir eru 86,3% íbúa. Árið 2019 var hreinn kostnaður af innflytjendum og afkomendum þeirra samanlagt 291 milljarður íslenskra króna (16 milljarðar danskra króna) en þeir eru 13,7% íbúa Danmerkur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins um innflytjendur í Danmörku. Umfjöllunin er byggð á gögnum dönsku hagstofunnar og danska fjármálaráðuneytisins og hefur vakið nokkra athygli. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni.

Tafla sem sýnir hreint framlag til hins opinbera í Danmörku, …
Tafla sem sýnir hreint framlag til hins opinbera í Danmörku, eftir uppruna og aldri sem birtist í Viðskiptablaðinu og er unnin upp úr opinberum tölum í Danmörku.


Dönsk stjórnvöld hafa frá árinu 2020 skipt innflytjendum í landinu í þrjá hópa: 1) innflytjendur frá Vesturlöndum, 2) innflytjendur frá löndum þar sem stærstur hluti íbúa eru múslimar eða svokölluðum MENAPT löndum (uppruni í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku auk Pakistan og Tyrklands) og 3) innflytjendum frá öðrum löndum sem öll eru utan Vesturlandanna.

Danska fjármálaráðuneytið hefur greint hvert framlag hópanna er að meðaltali til hins opinbera. Er þá átt við skattgreiðslur frá íbúum að frádregnum þeim kostnaði sem hið opinbera hefur af þjónustu við þá sem og hægt er að sérgreina. Má þar nefna heilbrigðiskostnað, kostnað af bótum hvaða nafni sem þær nefnast, kostnað vegna menntunar og félagsþjónustu. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að eini hópur innflytjenda sem borgar umfram það sem hann fær úr sameiginlegum sjóðum hins opinbera í Danmörku eru vestrænir innflytjendur. Aðrir hópar innflytjenda þiggja greiðslur og þjónustu umfram þá skatta sem þeir greiða.

Tafla um glæpatíðni innflytjenda og afkomenda þeirra byggð á tölum …
Tafla um glæpatíðni innflytjenda og afkomenda þeirra byggð á tölum dönsku hagstofunnar.


Í umfjölluninni er einnig fjallað um tíðni glæpa milli mismunandi hópa og er byggt á glæpavísitölu dönsku hagstofunnar, atvinnuþátttöku milli hópa og kynja.

Þá kemur einnig fram að atvinnuþátttaka á aldrinum 25-64 er mest hjá Dönum og litlu minni hjá vestrænum innflytjendum. Hún er hins vegar minnst hjá MENAPT-löndunum svokölluðu, þeim löndum sem múslimar eru í meirihluta. Jafnframt kemur fram að atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 25-64 ára er árið 2019 hæst hjá dönskum konum eða 73,3% en langlægst hjá konum frá múslimalöndunum eða 32%.

Tafla um atvinnuþátttöku í Danmörku árið 2019 byggð á tölum …
Tafla um atvinnuþátttöku í Danmörku árið 2019 byggð á tölum danska fjármálaráðuneytisins.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka