Árshækkun íbúðaverðs 6,3%

Íbúðaverð hefur hækkað mikið.
Íbúðaverð hefur hækkað mikið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í apríl og var mánaðarhækkunin sú sama og í síðasta mánuði. Árshækkun vísitölunnar mælist nú 6,3% en var 5,2% í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Íbúðaverð hækkaði umfram verðbólgu eftir raunverðslækkun 14 mánuði í röð. Vísitala fjölbýlis á landsbyggðinni hefur hækkað um 11,3 prósent á síðustu 12 mánuðum.

Raunverðshækkun vísitölunnar á ársgrundvelli var 0,4 prósent í apríl, en til samanburðar lækkaði raunverð íbúða á ársgrundvelli um 1,6 prósent í mars.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka