Íslenskt ball í Kaupmannahöfn

Sálin hans Jóns míns.
Sálin hans Jóns míns. mbl.is/Atli Már

Það verður sannkallaður stórdansleikur í Kaupmannahöfn seinasta vetrardag, 18. apríl. Þá munu hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn spila saman á balli.

Skemmtunin fer fram í Cirkusbygningen í miðborg Kaupmannahafnar og er þetta í fyrsta sinn sem sveitirnar koma saman með þessum hætti.

Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi frá kl. 19:30–22:00 og síðan fyrir dansleik á sama stað frá kl. 23:00–02:00.

Það er www.kaupmannahofn.dk sem stendur að tónleikunum í samstarfi við Icelandair sem er söluaðili á Íslandi. Umgjörð verður afar vönduð enda ekki á hverjum degi sem þessar stórsveitir koma saman, segir í tilkynningu um tónleikana. Uppselt var á tónleika Sálarinnar í Kaupmannahöfn 5. nóv. 2005 og sömuleiðis á tónleika Stuðmanna í Tívolí í september 2003 þannig að ljóst er að þessir reynsluboltar njóta vinsælda þar í borg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg