J.Lo. heimtaði að skipt yrði um ljósaperur

J.Lo. kemur á Golden Globe-hátíðina með eiginmanni sínum, Marc Anthony.
J.Lo. kemur á Golden Globe-hátíðina með eiginmanni sínum, Marc Anthony. Reuters

Jennifer Lopez olli uppnámi í hljóðveri með því að krefjast þess að skipt yrði um allar ljósaperur áður en hún kæmi þangað.

Stjarnan sendi þriggja blaðsíðna lista yfir allar ráðstafanir sem hún krafðist að gerðar yrðu í Westlake Studios í Los Angeles tveim tímum áður en von var á henni þangað.

Efst á listanum var krafa um að settar yrðu upp sérstakar daufar ljósaperur sem tryggja áttu að söngkonan yrði „aðlaðandi“.

Framkvæmdastjóri hljóðversins sagði að aðrar eins sérkröfur hafi enginn gert hjá sér síðan Michael Jackson vildi láta byggja rými yfir stúdíóinu til að apinn hans, Bubbles, gæti horft á hann við upptökur.

Á lista J.Lo. voru auk ljósaperanna sjóðheitt kúbanskt brauð, tugir pakka af Skittles, úrval af áleggi, ostabakki og ilmkerti.

Það þurfti sex manns til að útvega þetta alltsaman áður en stjarnan birtist, og svo leit hún varla við herlegheitunum þegar til kom. Starfsmaður hljóðversis sagði að það hefði vissulega verið búist við því að J.Lo. gerði ákveðnar kröfur, en þetta hafi verið fáránlegt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem prímadonnustælar Lopez hafa vakið hneykslan. Einhverju sinni krafðist hún þess að búningsherbergið sitt yrði málað hvítt og fyllt af liljum í sama lit. Hún er líka alræmd fyrir gífurlegt fylgdarlið, en í því eru m.a. einka-hárgreiðslumeistari, einkaþjálfari og kokkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg