Svíar vilja fá Eirík áfram í vinsæla sjónvarpsþætti

Eiríkur Hauksson mun taka þátt í samnorrænum sjónvarpsþáttum um Söngvakeppni …
Eiríkur Hauksson mun taka þátt í samnorrænum sjónvarpsþáttum um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. mbl.is/Eggert

Sænska sjónvarpið vill fá Eirík Hauksson áfram í pallborðsumræðurnar í hinum vinsæla þætti Inför E.S.C. þar sem sýnd eru myndbönd með þátttakendum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þau síðan rædd af fimm norrænum söngvakeppnissérfræðingum. „Við viljum endilega fá hann með, það gefur þættinum bara aukið gildi að hafa einn þátttakanda með sem er jafnframt keppandi. Þetta er bara leikur og engar strangar reglur í gildi," sagði Meta Bergqvist framleiðandi þáttanna í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Þættirnir verða teknir upp á tveimur dögum í lok mars og ekkert mun vera því til fyrirstöðu að Eiríkur taki þátt.

Bergqvist sagði að það væri undir RÚV komið hver tæki þátt í Inför Eurovision Song Contest (sem myndi útleggjast sem Undanfari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) fyrir Íslands hönd og hjá RÚV fengust þau svör að Eiríkur Hauksson yrði að öllum líkindum okkar fulltrúi í þáttunum.

Eiríkur er á báðum áttum
Eiríkur sjálfur sagðist vera á báðum áttum. „Það verður fundur um þetta í RÚV innan tíðar og þá verður tekin ákvörðun í málinu," sagði Eiríkur Hauksson. Hann sagðist vera svolítið hræddur við að geta ekki beitt sér fyllilega í þáttunum þar sem hann væri að dæma fólk sem hann færi síðan að keppa við í Helsinki.

„Það sem er gaman við þessa þætti fyrir mig er að geta verið með glens og grín og kannski gefið svolítinn skít í einhverja og hyllt aðra," sagði Eiríkur. „Það verður svo hjákátlegt ef ég gef einhverju lagi núll stig sem fer áfram en ég sjálfur svo sendur heim," sagði Eiríkur og hló við. „Þá mun ég tapa andlitinu allverulega," sagði hann. „Það eru svo margir sem taka þetta mjög alvarlega og fleiri hundruð þúsunda sem eru í grjóthörðum júróvisionklúbbum um alla Evrópu og því er ég á báðum áttum," sagði Eiríkur að lokum.

Norðmenn skipta um þátttakanda
Ein breyting hefur þó orðið því Norðmenn munu ekki senda Jostein Pedersen í ár heldur tónlistarblaðamanninn Per Sundnes sem mun vera vel þekktur fyrir stjörnuviðtöl í sínu heimalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg