Á sjúkrahús eftir of mikið af espresso

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Sautján ára bresk stúlka var flutt á sjúkrahús eftir að hún drakk sjö tvöfalda skammta af espresso-kaffi einn daginn. Hún fékk hita og fór að ofanda, og læknar staðfestu að hún hefði fengið of stóran skammt af koffíni.

Stúlkan, Jasmine Willis, hellt í sig kaffinu öllu er hún var í vinnunni á samlokustað sem fjölskylda hennar rekur. Hún hefur nú jafnað sig til fulls, og vill brýna fyrir öðrum hverjar hættur séu samfara of mikilli kaffineyslu.

BBC hefur eftir henni að hún hafi haldið að um væri að ræða einfalda skammta. En áhrifin hafi ekki farið milli mála. Hún hafi farið að hlæja óstjórnlega, kófsvitnað og farið að anda of hratt. Hjartslátturinn hafi orði ofsahraður og hún hafi óttast að hún væri að fá áfall.

Eftir að hafa verið nokkrar klukkustundir undir læknishendi fékk hún að fara heim, en segist hafa fundið fyrir áhrifunum í marga daga á eftir. Nú geti hún ekki hugsað sé að drekka dropa af kaffi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg