Owen Wilson óskar eftir að fá tíma til þess að ná bata í friði

Hollywoodstjarnan Owen Wilson, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í gamanmyndum á borð við Wedding Crashers og Starsky & Hutch, hefur óskað eftir því hann fái tíma til þess að „ná bata“ í friði. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir að hann gerði tilraun til þess að fremja sjálfsvíg.

„Ég óska eftir því að fjölmiðlar leyfi mér að fá aðhlynningu og ná bata í friði á þessum erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu sem Wilson, sem er 38 ára, sendi Reuters.

Embættismaður hjá slökkviliðinu í Santa Monica í Kaliforníu, sem er skammt frá Los Angeles, sagði við Reuters að slökkviliðs- og lögreglumenn hafi verið kvaddir að heimili Wilsons seint á sunnudagskvöld. Hann segir að þeir hafi flutt eina manneskju á sjúkrahús í nágrenninu þar sem hún fékk aðhlynningu. Embættismaðurinn neitaði að staðfesta það hvort um Owen Wilson hafi verið að ræða eður ei.

Samkvæmt frásögnum bandarískra fjölmiðla var Wilson fluttur á Cedars Sinai sjúkrahúsið í Beverly Hills. Starfsmenn sjúkrahússins hafa hinsvegar neitað að segja hvort um Wilson hafi verið að ræða.

Bandaríska tímaritið People segir að bróðir Wilsons, Luke Wilson, hafi sést ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum á Cedars Sinai sjúkrahúsinu.

Bandarísku slúðurblöðin Star og National Enquirer hafa eftir ónefndum heimildarmönnum að Wilson hafi reynt að fremja sjálfsvíg með því að skera sig á púls og taka fíkniefni. Samkvæmt frásögn Star kom ættingi Wilson honum til hjálpar.

Talskona Wilson hefur neitað að tjá sig um líðan leikarans, að því er fréttavefur Reuters segir frá.

Owen Wilson.
Owen Wilson. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg