Skóálfurinn Renée Zellweger

Renée Zellweger
Renée Zellweger Reuters

Leikkonan Renée Zellweger breyttist í skóálf nýverið í New York er hún heimsótti skódeild Saks, sem Baugur á meðal annars hlut í, á Fifth Avenue.

Föðrunardaman Wendy Faracino hafði skroppið í Saks í hádegishléi í síðustu viku og starði agndofa á par af skóm sem Manolo Blahniks hannaði. Þar sem hún stóð og dáðist að skónum kom Zellweger til hennar og þær fóru að ræða um hönnun Blahniks og hvað tiltekið skópar væri fallegt. Skömmu síðar yfirgaf Zellweger verslunina en þegar Faracino ætlaði að ganga út rétti verslunarstjórinn henni skókassa með kveðju frá Renée Zellweger. Og getið hvað var í kassanum - jú parið sem stúlkuna dreymdi um. Ævintýrin gerast enn að minnsta kosti í Saks. Dagblaðið New York Post greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg