Skjöl í eigu Pinters seld á 138 milljónir króna

Harold Pinter
Harold Pinter Reuters

Skáldið Harold Pinter, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2005, hefur selt bresku þjóðarbókhlöðunni bréf sín, handrit og tölvupósta fyrir 1,1 milljón punda, rúmar 138 milljónir króna. 

Um er að ræða 150 kassa með bréfaskriftum hans og skáldanna Samuel Beckett, Philip Larkin, Arthur Miller og John Osborne auk óútgefnar æviminningar Pinter um æskuárin. Nefnist handritið „The Queen Of All The Fairies".

Með kaupunum, sem fjármögnuð eru úr ríkissjóði að hluta, er komið í veg fyrir að skjöl Pinters fari úr landi líkt og gerist með skjöl margra skáldajöfra líkt og Ted Hughes og Graham Greene.


 Að sögn  Jamie Andrews, yfirmanns handritadeildar þjóðarbókhlöðunnar, er það stórkostlegt fyrir safnið að fá í hendur skjöl eins helsta leikritaskálds vorra tíma. 

Meðal verka Pinters, sem er 77 ára, eru Herbergið sem er fyrsta  leikrit Pinters sem sett var á fjalirnar en það er skrifað árið 1957. Í kjölfarið komu síðan hin þekktustu verk hans Afmælisveislan 1957 og Húsvörðurinn 1959 og Heimkoman 1964. 

Harold Pinter greindist með krabbamein í vélinda árið 2002. Hann hefur síðustu ár verið einn harðasti andstæðingur utanríkisstefnu Bandaríkjanna auk þess sem hann hefur starfað ötullega með mannréttindasamtökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir