Sheen í nýrri hryllingsmynd

Leikarinn Charlie Sheen.
Leikarinn Charlie Sheen. AP

Glaumgosinn og leikarinn Charlie Sheen hefur samþykkt að taka að sér aðalhlutverkið í ónefndri hryllingsmynd kvikmyndafyrirtækisins Twisted Pictures. Í myndinni mun Sheen bregða sér í hlutverk ósköp venjulegs heimilisföður sem lendir í þeim skelfingaraðstæðum að missa fimm ára gamlan son sinn í hendur morðóðs barnaníðings.

Eftir að bandaríska dómskerfið bregst heimilisföðurnum og unnustu hans ákveða skötuhjúin að grípa til sinna eigin ráða, að vekja upp skrímslið sem býr innra með þeim og sjá til þess að barnaníðingurinn fái þau endalok sem hann á skilið.

Ekkert hefur verið tilkynnt um hvaða aðrir leikarar muni koma til með að hreppa hlutverk í myndinni en þó er vitað að Rob Lieberman mun leikstýra myndinni, en hann hefur gert myndir á borð við Fire in the Sky, og handritið kemur frá lítt þekktum handritshöfundi að nafni Marek Posival.

Miðað við fyrri myndir Twisted Pictures er líklegt að hér sé afar ofbeldisfull kvikmynd á ferðinni en fyrirtækið er fyrst og fremst þekkt fyrir að framleiða hinar gífurlega ofbeldisfullu og blóðugu Saw-myndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg