Segist hafa fundið klámblöð Kafka

Síðasta myndin, sem tekin var af Franz Kafka áður en …
Síðasta myndin, sem tekin var af Franz Kafka áður en hann lést árið 1923, fertugur að aldri.

Breskur bókmenntafræðingur, James Hawes, segist hafa fundið bunka af klámblöðum, sem tékkneski rithöfundurinn Franz Kafka átti. Hawes, sem hefur skrifað doktorsritgerð um Kafka, er að senda frá sér bók þar sem hann fjallar m.a. um þetta og fleira og segir markmiðið að afbyggja þá helgimynd, sem fræðingar hafa reynt að draga upp af rithöfundinum.

Hawes segist í samtali við breska blaðið The Times hafa rekist á klámblöðin á bókasöfnum í Lundúnum og Oxford þegar hann var að rannsaka gögn úr eigu Kafka. Hann birtir sýnishorn í væntanlegri bók og segir myndirnar í blöðunum ekki falla sérlega vel að þeirri ímynd, sem Kafka hafi í hugum flestra.

Þá skipti það máli í bókmenntalegu samhengi, að sá sem gaf klámblöðin út var doktor Franz Blei, sem einnig gaf út fyrstu smásögur Kafka árið 1908.

Hawes ítrekar í viðtalinu, að hann sé mikill aðdáandi ritverka Kafka, sem m.a. skrifaði skáldsögurnar Umskiptin og Réttarhöldin. Hawes segir, að þessi fundur sýni aðeins fram á að Kafka hafi verið mannlegri en menn hafi viljað vera láta og greining á verkum hans líði fyrir það að þessi hlið skáldsins sé falin. Til þessa hafi þó Kafkafræðingar látið sem hún sé ekki til þótt þeir hafi vitað að Kafka var áskrifandi að tímaritinu, sem nefndist Amethyst/Opals.

Hawes segir, að blöðin þyki gróf enn þann dag í dag og yrðu geymd á „efstu bókahillunum" eins og hann sagði. „Þetta eru ekki djörf póstkort frá ströndinni. Þetta er hreint og beint klám."

Kafka geymdi blöðin í læstum kistli í húsi foreldra sinna þar sem hann bjó og tók jafnan lykilinn með sér ef hann fór út úr húsi.

Umfjöllun The Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg