Jóhann Kristinsson gefur út sína fyrstu plötu

Jóhann Kristinsson.
Jóhann Kristinsson.

Út er komin á Íslandi platan Call Jimmy, eftir Jóhann Kristinsson.

Að sögn Jóhanns er um acoustic/folk/lo-fi-tónlist að ræða á þessu 14 laga verki. „Lögin eru flest á ensku, utan eitt lag sem er á íslensku. Þá eru tvö lög án söngs,“ segir Jóhann, sem spilar á flest hljóðfærin sjálfur.

„Ég spila á gítar, bassa, trommur, sílafón, afríkuorgel og skemmtara, en vinur minn Þórður Hermannsson spilar á selló,“ segir Jóhann, sem hefur ekki náð tökum á knéfiðlunni enn.

Fyrst útgefinn í Chicago

„Vinkona mín vann hjá útgáfufyrirtækinu fyrir nokkrum árum og setti sig í samband við sína gömlu yfirmenn. Þeim leist vel á lögin og voru til í að gefa þetta út. Það er um að gera að nýta sér öll sambönd,“ segir Jóhann, en diskurinn kom fyrst út vestanhafs og á netinu.

Jóhann er maðurinn á bak við tónlistina í stuttmyndinni Hux, sem valin var besta stuttmyndin á Stuttmyndadögum Reykjavíkur fyrir skemmstu og verður send til Cannes til úrslita. Hann hefur enga tónlistarmenntun, þótt krókurinn hafi bognað snemma. „Bróðir minn átti trommusett þegar ég var 10 ára og ég lamdi það duglega. Síðan gaf mamma mér nælonstrengjagítar þegar ég var 12 ára, og eftir það varð ekki aftur snúið.“

Útgáfutónleikar verða á Kaffi Rósenberg hinn 24. september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg