Deilt um fyrirhugaða ættleiðingu Madonnu

Madonna með son sinn David Banda árið 2007.
Madonna með son sinn David Banda árið 2007. AP

Bandaríska söngkonan Madonna hefur verið hvött til þess af bresku barnaverndarsamtökunum Save the Children að endurskoða áform sín um að ættleiða stúlkubarn frá Afríkuríkinu Malaví. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

„Flest börn sem sögð eru munaðarlaus í fátækum löndum eiga einhverja fjölskyldu, jafnvel foreldra á lífi,” segir Dominic Nutt talsmaður samtakanna. „Við teljum mikilvægt að ekki sé farið með börn úr landi til að hægt sé að annast um þau heldur að lögð sé áhersla á að annast sé um þau í eigin umhverfi, helst af þeirra eigin fjölskyldu eða einhverjum sem tengist henni.” 

Þá segir hann að jafnvel þótt börn eigi enga ættingja á lífi sé auðveldara og betra fyrir þau að alast upp í eigin samfélagi. „Það sem þarf að gera er að styrkja samfélagið, styrkja stofnanir og hjálparsamtök á svæðinu þannig að hægt sé að hugsa um börnin innan eigin samfélags. Það er ekki hægt að taka öll fátæk börn, sem eiga bara eitt eða ekkert foreldri á lífi, um allan heim og flytja þau til Kensington í London. Það er engin lausn." 

Madonna, sem á fyrir einn ættleiddan son frá Malaví auk tveggja eldri barna, er sögð vera á leið til Malaví til að ættleiða stúlkuna Mercy James, sem er þriggja ára.

Ættleiðing hennar og þáverandi eiginmanni hennar Guy Ritchie var á sínum tíma harðlega gagnrýnd þar sem undanþága frá lögum var veitt til þess að hún gæti átt sér stað. Þá kom í ljós eftir að ættleiðingin hafði verið ákveðin að drengurinn átti föður á lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg