Bad-búningur boðinn upp

Jackson í leðurjakkanum.
Jackson í leðurjakkanum.

Búningurinn sem konungur poppsins, Michael Jackson, klæddist í myndbandinu við lagið „Bad“ frá árinu 1987 verður boðinn upp í Kaliforníu í dag og er reiknað með að hann fari á rúmar 6,6 milljónir íslenskra króna.

 Búningurinn sem samanstendur af svörtum leðurjakka og buxum auk 11 gullmerkja og annars silfurskrauts er þekktur um allan heim og ljóst að margur Jackson-aðdáandinn myndi gefa mikið fyrir að klæðast dýrðinni sem hefur staðið vannýtt inni í skáp í meira en 20 ár.

Myndbandinu við „Bad“var leikstýrt af engum öðrum en Martin Scorsese og fram kemur þar ungur maður að nafni Wesley Snipes sem síðar varð heimsfrægur leikari.

Á meðal annarra hluta sem boðnir verða upp í dag má nefna sundbol Marilyn Monroe, fjólubláan galla sem eitt sinn var í eigu Eltons Johns og aðra smáhluti úr dánarbúum Elvis Presley, Jimi Hendrix og Johns Lennons.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg