ABBA-stjarna horfir ekki á Evróvisjón

Benny Andersson.
Benny Andersson. Reuters

Tónlistarmaðurinn Benny Andersson, annar lagahöfunda sænsku poppsveitarinnar ABBA, segist vera hættur að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem keppnin hafi enga tónlistarlega þýðingu lengur.

ABBA vann keppnina sem kunnugt er árið 1974 með laginu  Waterloo. Í dag fer fyrri undankeppnin fram í dag í Moskvu.

„Nú er þetta mögulega frábær sjónvarpsviðburður, en tónlistarlega séð þá hefur hún [keppnin] enga þýðingu,“ segir Andersson í viðtali við breska ríkisútvarpið.

Hann segir að keppnin geti verið skemmtileg uppákoma ef „þú þolir að sitja svona lengi.“

Hann segir jafnframt að keppnin hafi tekið dýfu niður á við eftir að ABBA sigraði í keppninni fyrir 35 árum. „Ég horfi ekki á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún er orðin svo risavaxin,“ segir hann.

Andersson segir að keppnin hafi verið smærri í sniðum árið 1974. „Hún var mögulega þýðingarmeiri á sjötta og sjöunda áratugnum og þegar við tókum þátt, en eftir það þá er ég ekki viss hvort nokkuð hafi gerst.

Tónlistarlega séð þá er keppnin ekki það sem hún ætti að vera. En sem sjónvarpþáttur þá er þetta gott efni.“
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg