Fjölskylda Jacksons „reið og sár"

Fjölskylda bandaríska popptónlistarmannsins Michaels Jacksons er sögn vera reið og sár vegna þeirra mörgu spurninga, sem vaknað hafa við dauða hans. Krufning á líki Jacksons fór fram í gær en ekki er búist við niðurstöðu úr lyfja- og eiturefnarannsóknum fyrr en eftir nokkrar vikur.

Bandaríski blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson sagði í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni, að hann hefði rætt við fjölskyldu Jacksons, sem er samankomin á búgarði foreldra söngvarans í Encino í Kalíforníu. 

Jesse Jackson sagði, að fjölskyldan hefði m.a. áhyggjur af því hver tengsl læknisins Conrads Murray og Jacksons hefðu verið.

Murray var í húsi Jacksons þegar hann lést. Hann hvarf í kjölfarið en gaf sig fram þegar lögregla lýsti eftir honum. Lögreglan hefur nú rætt við lækninn og segir að rætt verði við hann á ný. 

Eftir að fréttir bárust um lát Jacksons á fimmtudagskvöld hafa ýmsir komið fram og fjallað um mikla neyslu hans á lyfseðilsskyldum lyfjum. Þannig var fullyrt, að Jackson hefði fengið daglegar sprautur með lyfinu Demerol, sem er verkjalyf með svipuð áhrif og morfín. Hann kunni að hafa fengið of stóran skammt af lyfinu sem leiddi til dauða hans.  

Þegar Jesse Jackson var spurður hvort hann teldi að fjölskylda söngvarans myndi láta lækna á hennar vegum gera aðra krufningu svaraði hann. „Þau munu sennilega gera það, þau ættu líklega að gera það."    

Einnig hafa verið miklar vangaveltur um fjárhagsstöðu hans, sem er sögð hafa verið afar slæm vegna mikilla skulda og eyðslu Jacksons. Einnig sögðu vinir Jacksons að hann hefði verið undir miklu álagi vegna væntanlegra tónleika í Lundúnum. 

Jackson æfði m.a. fyrir tónleikana í tónlistarhúsi í Burbank. Johnny Caswell, forstjóri hússins, sagði að Jackson hefði verið í góðu skapi og virst yfirvegaður og vel undirbúinn. „Hann var tilbúinn til að slá alla út af laginu. Þetta átti að verða stærsta skrautsýning allra tíma," sagði Caswell.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes