Palin fær 1,25 milljónir dollara fyrirfram

Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana.
Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana. Reuters

Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur fengið 1,25 milljónir dollara í fyrirfram þóknun fyrir minningarbók sína, „Going Rogue“.

Bókin kemur út hjá HarperCollins forlaginu 17. nóvember og verður fyrsta upplag hennar 1,5 milljónir eintaka.

Upplýsingarnar um fyrirframgreiðsluna koma fram í yfirliti yfir fjármál Palin á tímabilinu frá áramótum og fram til 27. júlí sl., en þann dag sagði Palin af sér sem ríkisstjóri í Alaska.

Eftir þann tíma liggur ekki fyrir um frekari greiðslur til Palin vegna bókarinnar væntanlegu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg