Segir að Murphy hafi þjáðst af barkabólgu

Brittany Murphy ásamt Simon Monjack, eiginmanni sínum.
Brittany Murphy ásamt Simon Monjack, eiginmanni sínum. Reuters

Brittany Murphy þjáðist af barkabólgu nokkrum dögum áður en hún lést að sögn eiginmanns hennar, Simon Monjack, en hann kom fram í viðtali í þættinum Access Hollywood.

Búið er að kryfja líkið en dánarorsök mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir um fjórar til sex vikur. Þá eru niðurstöður m.a. væntanlegar úr eiturefnarannsóknum, að því er segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

„Heimurinn lagðist í rúst í gær,“ Simon Monjack, eiginmaður Murphy, í þættinum. Hann sagði jafnframt að hún hefði verið mjög þreytt.

Murphy hné niður á heimili sínu í Los Angeles og lést á sjúkrahúsi sl. sunnudag.

Aðstoðardánardómstjóri staðfestir að fjölskylda Murphy hafi greint frá því að hún hafi verið veik. Hann segir að svo virðist sem að leikkonan hafi látist af eðlilegum orsökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg