Aerosmith leitar að staðgengli Tylers

Rokkbræðurnir Steven Tyler og Joe Perry.
Rokkbræðurnir Steven Tyler og Joe Perry. Reuters

Joe Perry, gítarleikari bandarísku rokkhljómsveitarinnar Aerosmith, segir að hljómsveitin leiti nú að staðgengli söngvarans Steven Tyler, sem er nú í meðferð vegna fíknar í verkjalyf.

Tyler hélt því fram í nóvember sl. að hann væri ekki að hætta í sveitinni. Félagar hans í Aerosmith vilja hins vegar komast á hljómleikaferðalag, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

„Við verðum búnir að finna nýjan söngvara fyrir sumarið og Aerosmith mun geta lagt aftur í hann,“ sagði Perry við kanadísku fréttastofuna QMI.

Hann segir að verið sé að leita að staðgengli þar sem Tyler verði vant við látin á næstunni.

„Það er nokkuð erfitt að fá skýr svör varðandi það sem er í gangi,“ segir gítarleikarinn.

„Hann [Tyler] þarf að fara í aðgerð á fæti og því mun hann ekki verða inni í myndinni í um ár, eða eitt og hálft ár. Á meðan viljum við í sveitinni halda áfram að spila.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg