Uppboð á eignum fjársvikara

Hægt var að kaupa nærbuxur með fangamarki Madoffs á uppboðinu.
Hægt var að kaupa nærbuxur með fangamarki Madoffs á uppboðinu. Reuters

Eignir bandaríska fjársvikarans Bernards Madoffs voru boðnar upp í New York í kvöld. Hæsta verðið fékkst fyrir 10,5 karata demantshring, sem Madoff gaf tilvonandi eiginkonu sinni í trúlofunargjöf en hringurinn seldist á 550 þúsund dali, 62 milljónir króna.

Næst hæsta verðið fékkst fyrir demantseyrnalokka, sem  Ruth, eiginkona Madoffs, átti. Þeir voru slegnir á 135.000 dali á uppboðinu, sem haldið var á Sheraton hótelinu í New York. Alls nam söluverð munanna allra um 2 milljónum dala, jafnvirði um 220 milljóna króna.

Þegar Madoff var handtekinn fyrir tveimur árum var hald lagt á allt sem hann átti, allt frá notuðum sokkum og sérmerktum ónotuðum nærbuxum upp í lúxusíbúðir og báta. Allar þessar eigur eru nú seldar og mun andvirðið renna til um 3000 viðskiptavina Madoffs, sem hann hafði milljarða dala af. Madoff sjálfur, sem er 72 ára, afplánar ævilangan fangelsisdóm í Norður-Karólínu. 

Auk skartgripa og fata, sem boðin voru upp í New York í kvöld, var  Steinway flygill frá árinu 1917, sem seldist fyrir 42 þúsund dali en var metinn á 7 þúsund dali.

Málverk eftir Frederick Carl Frieseke seldist fyrir 47.500 dali og Rolexúr fyrir 40 þúsund dali.  

Madoff-hjónin voru greinilega ekki vön því að fá gesti í hús sitt í New York. Meðal muna á uppboðinu var hjónarúm þeirra, lokrekkja frá 19. öld. Rúmið var metið á 8-11.400 dali. Fyrsta boðið var hins vegar aðeins 500 dalir. 

„Bara 500?" spurði uppboðshaldarinn, Bob Sheehan, og bætti við: „Þetta var eina rúmið í húsinu."

Það seldist á endanum fyrir 2250 dali. 


Trúlofunarhringurinn, sem Bernie Madoff gaf Ruth, eiginkonu sinni, þegar þau …
Trúlofunarhringurinn, sem Bernie Madoff gaf Ruth, eiginkonu sinni, þegar þau trúlofuðust. Reuters
Steinway and Sons flygill sem var í íbúð Madoffs í …
Steinway and Sons flygill sem var í íbúð Madoffs í New York. Reuters
Föt Madoffs voru seld.
Föt Madoffs voru seld. Reuters
Inniskór Ruth Madoff voru til sölu.
Inniskór Ruth Madoff voru til sölu. Reuters
Madoff átti 250 pör af skóm og mörg voru ónotuð.
Madoff átti 250 pör af skóm og mörg voru ónotuð. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg