Jólaljósin kveikt í Betlehem

Mannfjöldi safnaðist saman í dag nálægt Betlehem þegar jólaljósin voru tendruð við hátíðlega athöfn. Flugeldar skreyttu himininn og lúðrasveit lék jólalög.

Flugeldarnir sprungu yfir höfðum fólksins sem safnaðist saman í þorpi nálægt Betlehem á Vesturbakkanum. Salam Fayyad, forsætisráðherra Palestínu, kveikti á um 10 metra háu jólatré. Sneriltrommur dundu, sönglúðrar gullu og sekkjarpípur ómuðu þegar fæðingu Jesú var fagnað nærri fæðingarstað hans. 

Jólatréð gnæfði yfir og á toppi þess glóði stjarna. Ferðamannastraumurinn til Betlehem hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. Um tvær milljónir ferðamanna hafa komið þangað síðan árið 2008.

Ísraelska ferðamálaráðuneytið á von á að um 90.000 erlendir ferðamenn heimsæki Betlehem nú um jólin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir