Biophilia í flugvélum Icelandair

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir.

Biophilia, nýtt verk Bjarkar Guðmundsdóttur, er komið í afþreyingarkerfið um borð í flugvélum Icelandair áður en það verður gefið út á plötu. Björk verður einnig með tónleika á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem hefst þann 12. október.
 
„Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur hjá Icelandair að geta boðið upp á tónlistina af Biophiliu Bjarkar áður en hún kemur út,“ segir Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair.

Biophilia er ekki aðeins hljómplata því hvert lag á plötunni er einnig hægt að fá sem „app“ fyrir iPhone og iPad. Í tengslum við tónleikana verður einnig fræðsla um þau fyrirbæri náttúrunnar sem Björk fjallar um í lögum sínum og tónfræði. „Icelandair hefur í áratugi lagt mikið upp úr stuðningi við íslenska tónlist og mun halda því áfram,“ segir Guðmundur enn fremur í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg