Jólastemning í Ráðhúsinu

Bjöllukórinn og Magga Stína tóku lagið þegar ljósmyndari mbl.is leit …
Bjöllukórinn og Magga Stína tóku lagið þegar ljósmyndari mbl.is leit við í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Kristinn

Borgarbúar eru boðnir velkomnir til að njóta jólastemningar í Ráðhúsi Reykjavíkur, en í Tjarnarsal ráðhússins í dag var opnuð dagskráin Jólaskógar í Ráðhúsi. Fram að jólum verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

Opnunin fór fram kl. 14 í dag. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, flutti ávarp og í framhaldinu var kveikt á jólatré með umhverfisvænum jólaskreytingum. Tónlistar- og söngatriði fylgdu í kjölfarið.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að 52 reykvísk jólatré muni fylla Tjarnarsalinn og verði þau skreytt með umhverfisvænum jólaskreytingum. Segir að skreytingarnar séu afrakstur samstarfs þeirra Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar, Sigríðar Kristínar Hrafnkelsdóttur og Maríu Hrannar Gunnarsdóttur, nemenda Klettaskóla, dagþjónustunnar Gylfaflatar og nemenda í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.

Þær Steinunn, Sigríður Kristín og María Hrönn eru mæður fatlaðra drengja sem aðstoðuðu borgarstjóra við að kveikja á stærsta jólatrénu við opnunina í dag.

Í tilkynningu segir að notaleg jólastemning verði í Ráðhúsi Reykjavíkur fram að jólum og yfir hátíðarnar. Eru allir borgarbúar velkomnir í húsið til að njóta þess að skoða jólatré úr borgarlandinu, fallegt handverk og styðja góðan málstað í leiðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg