Reyndi að kyrkja kærustu með „drullulokkum“

Caleb Grotberg
Caleb Grotberg

Rúmlega þrítugur bandarískur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Portland, borgar í Oregon-ríki í Bandaríkjunum, eftir að rifrildi varð að heimilisofbeldi. Kærasta mannsins tilkynnti lögreglu að maðurinn hefði ráðist á sig og reyndi hann meðal annars að kyrkja hana með „drullulokkum“ (e. dreadlocks) sínum.

Árásin átti sér stað á um miðjan gærdag. Þegar lögregla mætti á vettvang var maðurinn, Caleb Grotberg, á bak og burt en henni tókst að hafa uppi á honum og handtaka. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna mannráns, tilraunar til líkamsárásar, líkamsárásar, hótana og kyrkingar.

Grotberg var færður í fangaklefa og verður að öllum líkindum í haldi þar til dómur fellur í máli hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg