Fer fram á skilnað frá Eastwood

Clint Eastwood og Dina Eastwood
Clint Eastwood og Dina Eastwood AFP

Eiginkona Hollywood leikarans Clints Eastwoods, Dina, hefur farið fram á skilnað en þau hafa verið gift í sautján ár. Fer hún fram á forræðið yfir sextán ára gamalli dóttur þeirra, Morgan.

Samkvæmt dómsskjölum ber hún fyrir sig óásættanlegan ágreining. Fréttir bárust af skilnaðinum í ágúst en það var ekki fyrr en á þriðjudag sem hún óskaði formlega eftir skilnaði í Monterey sýslu suður af San Francisco þar sem þau hjónin hafa búið. Dina Eastwood er 48 ára og er blaðamaður.

Samkvæmt skilnaðarskjölunum fær hinn 83 ára gamli leikari heimild til þess að heimsækja dóttur sína reglulega. Eins fer Dina fram á að fá fjárhagslegan stuðning frá eiginmanninum fyrrverandi og að hann greiði kostnað við skilnaðinn.

Samkvæmt frétt People tímaritinu er Eastwood að hitta Ericu Fisher, en hún býr nú á heimili hans í Los Angeles og ekur um á Mercedes Benz bifreið hans um borgina. Einhverjir fjölmiðlar halda því síðan fram að Dina Eastwood sé að hitta fyrrverandi eiginmann Ericu, Scott Fisher.

Er hjónaband Eastwood og Dinu hans annað hjónaband en hann á átta börn með sex konum. Hann hefur unnið fern Óskarsverðlaun á ferlinum sem spannar ríflega hálfa öld.

Clint Eastwood og Dina Eastwood
Clint Eastwood og Dina Eastwood AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg