Guðmóðir pönksins dregur ekkert undan

Fatahönnuðurinn og aðgerðarsinninn Vivienne Westwood
Fatahönnuðurinn og aðgerðarsinninn Vivienne Westwood AFP

Ef Malcom McLaren var guðfaðir pönksins er óhætt að segja að Vivienne Westwood hafi verið guðmóðir þess. Í vikunni sem leið kom út ævisaga fatahönnuðarins sem hefur haft áhrif á tískuna áratugum saman. Vivienne Westwood segir þar söguna eins og hún var og dregur ekkert undan, að eigin sögn.

Bókina skrifa þau Ian Kelly, sagnfræðingur og ævisöguritari saman, en þau hafa verið vinir í áratugi.

Hinir dauðu eiga skilið að heyra sannleikann

Í Daily Mail er haft eftir henni að lifendur eigi skilið virðingu á meðan þeir dauðu eigi skilið að heyra sannleikann. Í bókinni komi sannleikurinn fram og bókin sé öðruvísi en áður hefur þekkst í ævisögum. Sannleikurinn eigi að koma fram. 

Vivienne Westwood, sem heitir Vivienne Isabel, fæddist í Derbyskíri 8. apríl 1941 og er því 73 ára að aldri. Hún var sautján ára þegar fjölskyldan flutti til Lundúna þar sem hún hóf nám í fatahönnun og silfursmíði. Hún hætti fljótlega námi og fór að vinna í verksmiðju. Meðfram vinnu fór hún í kennaranám og að því loknu fór hún að kenna. En hönnun var henni ofarlega í huga og seldi hún skartgripi á Portobello markaðnum meðfram kennslunni.

Vivienne og Westwood mætast en McLaren sópar Derek burtu

Árið 1962 mættust Vivienne og (Derek) Westwood. Þau gengu í hjónaband það sama ár og klæddist Vivienne eigin hönnun í brúðkaupinu. Ári síðar fæddist sonur þeirra, Benjamin Westwood.

En Derek hvarf fljótlega af sjónarsviðinu eftir að Vivienne kynntist Malcom McLaren og fljótlega hófu þau sambúð í Clapham hverfinu. Westwood hélt áfram að kenna til ársins 1971 er Malcolm ákvað að það væri tímabært að hefja verslunarrekstur að 430 Kings Road. Verslunin hét Let It Rock (en hún varð síðar þekkt undir heitinu Sex, Too Fast To Live Too Young To Die, og Seditionaries.

„Vertu barnalegur. Vertu óábyrgur. Sýndu óvirðingu. Vertu allt sem þetta þjóðfélag hatar.“ Þannig hljómuðu einkunnarorð, sem Malcolm McLaren setti á blað þegar hann var í listaskóla á sjöunda áratug liðinnar aldar og hann stóð við þau. McLaren hefur verið sagður snillingur en hann hefur einnig verið kallaður loddari, svikahrappur og hugverkaþjófur. Og hann var ábyggilega stoltur af því, enda átti hann sér annað mottó: „Reiðufé úr ringulreið.“ McLaren lést 64 ára að aldri úr krabbameini á sjúkrahúsi í Sviss árið 2010.

Eitthvað algjörlega nýtt

Westwood hannaði fatnað fyrir verslunina og fljótlega varð hún þekkt fyrir hönnun sína enda eitthvað algjörlega nýtt á ferðinni. Eitthvað sem hópur ungs fólks tók fagnandi. Ekki spillti fyrir að tónlist var áberandi í versluninni, ekki síst tónlist Sex Pistols sem McLaren var umboðsmaður fyrir. 

Veldi Westwood stækkaði ört, verslanirnar urðu fjórar í Lundúnum, fleiri borgir Bretlands voru lagðar að velli og svo heimurinn. En þrátt fyrir að byggja upp viðskiptaveldi gleymdi umhverfissinninn og baráttukonan ekki hugsjónum sínum en Westwood hefur barist ötullega gegn kjarnorkuvopnum, spillingu og sóun svo fátt eitt sé nefnt.

Baráttan gerir hana hamingjusama

En í bókinni er það samband hennar og Malcolms McLarens sem er þungamiðjan. Hún lýsir sambandi þeirra og hvernig þau í sameiningu sköpuðu grunninn að pönkinu, bæði hljóði og útliti. Hvernig uppreisnin gegn ríkjandi gildum varð að alþjóðlegu tískuhúsi. Veldi sem hún starfar enn við í samstarfi við seinni eiginmann sinn,  Andreas Kronthaler, sem hún kynntist árið 1989 þegar hann var  23 ára og hún 48. Stór hluti auðæfa hennar rennur til umhverfis- og pólitískra baráttumála enda segir hún að hugmyndir geri hana hamingjusama.

Westwood's var 25 ára og  McLaren tvítugur þegar þau kynntust árið 1965. Eftir að þau opnuðu búðina á King's Road voru þar tíðir gestir fólk úr heimi fræga fólksins eins og Chrissie Hynde, Iggy Pop, Adam Ant, Jerry Hall og Charles Saatchi. Það var þarna sem Sex Pistols, hugarfóstur McLaren, varð til. Hljómsveit sem breytti landslaginu í tónlist, pönkið varð til með lögum eins og God Save the Queen árið 1977.

Konan í skugga karlsins

En var það kannski Westwood sem átti heiðurinn - er hún hin rétta guðmóðir pönksins í stað þess sem hingað til hefur verið haldið fram - að McLaren hafi skapað pönkið. Það er að minnsta kosti það sem kemur fram í nýju bókinni, samkvæmt umfjöllun bresku fjölmiðlanna nú um helgina. Það sé fatnaðurinn sem hún hannaði í íbúð þeirra í Clapham hverfinu sem skapaði ímyndina, rifna stuttermaboli, prentuð slagorð og úfið hár. En eins og oft er - þá var hún konan í skugga karlsins - sem einu sinni lýsti henni sem „saumakonunni sinni“. 

Westwood segir að McLaren hafi reynt að gera lítið úr henni, niðurlægt hana eins og hann mögulega gat og oft á tíðum beitti hann hana ofbeldi. Þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi látið bjóða sér þetta svaraði hún því til að henni hafi líkað vel við hugmyndafræði hans og það ferðalag uppgötvana sem hann var á. En að lokum fékk hún nóg af afbrýðisemi hans og skapsmunum og forðaði sér árið 1981. Westwood og McLaren eiga son saman, Joseph Ferdinand Corré, sem er fæddur árið 1967. Hann hefur fetað ötullega í fótspor foreldra sinna og er þekktur aðgerðarsinni í heimalandinu.

Vivienne Westwood er hvergi nærri hætt að hanna föt og segist enn vera trú pönkinu. Hún notar hvert tækifæri sem gefst til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, svo sem að bjarga regnskógum Suður-Ameríku og að frelsa Chelsea Manning úr fangelsi. 

„Það sem ég er að gera núna er líka pönk - þetta snýst enn um að gagnrýna ranglæti á háværan hátt og fá fólk til að hugsa. Jafnvel þó svo það sé óþægilegt. Ég verð alltaf pönkari í þeim skilningi,“ segir hún. 

Ævisagan er skrifuð í þriðju persónu, stundum af Kelly og stundum af Vivienne sjálfri. Gagnrýnendur hafa nefnt að bókin virki ruglingsleg á köflum og í einhverjum tilvikum vanti betri skilning á viðfangsefninu. Eyður sem Kelly hefur þurft að fylla - eyður sem Vivienne hafði einfaldlega ekki tíma til að fylla vegna anna.

Vefur Vivienne Westwood en þar er margar stórkostlegar myndir að finna af ferli hennar

Independent

Guardian

Vivienne Westwood
Vivienne Westwood AFP
Vivienne Westwood
Vivienne Westwood AFP
Vivienne Westwood
Vivienne Westwood AFP
Vivienne Westwood
Vivienne Westwood AFP
Vivienne Westwood
Vivienne Westwood AFP
Hönnun Vivienne Westwood
Hönnun Vivienne Westwood AFP
Ævisaga Vivienne Westwood
Ævisaga Vivienne Westwood Af opinberri Facebook síðu Westwood
Höfundarnir - Vivienne Westwood og Ian Kelly
Höfundarnir - Vivienne Westwood og Ian Kelly Af opinberri Facebook síðu Westwood
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir