Biður gesti Airwaves afsökunar

William Doyle notast við listamannsnafnið East India Youth.
William Doyle notast við listamannsnafnið East India Youth.

Umboðsmaður East India Youth biður aðstandendur og gesti Iceland Airwaves innilegrar afsökunar á því að tónlistarmaðurinn þurfti að aflýsa tónleikum sínum á hátíðinni. East India Youth er listamannsnafn raftónlistarmannsins Williams Doyles sem átti að koma fram í kvöld á eftir hljómsveitinni The Knife í Silfurbergi í Hörpu.

Umboðsmaðurinn, Andi Inglis, segir ástæðuna þá að þeir félagar hafi ekki vegabréf sín undir höndum. Þau hafi verið í bandaríska sendiráðinu í London síðastliðna tvo mánuði þar sem þau bíði áritunar.

„Fólk hefur þann ávana að kenna listamönnum um þegar svona gerist, að stórum hluta vegna þess að þeir sem bera ábyrgðina eru ósýnilegir, en ábyrgðin er almennt þeirra sem eru í kringum þá, sérstaklega stjórnenda, í þessu tilviki mín,“ segir Inglis í formlegri afsökunarbeiðni.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem listamaður frá Bretlandi hefur aflýst tónleikum á Airwaves í ár. Slíkt getur gefið slæma mynd af tónlistarhátíð þegar hátíðargestir leita að einhverjum til að kenna um. Þetta er ekki Iceland Airwaves að kenna. Ábyrgðin er mín og mér þykir fyrir því,“ segir Inglis.

Aðstandendur Airwaves hafa þegar tilkynnt að DJ Margeir muni fylla skarð East India Youth. Tónlistarmaðurinn er ekki sá eini sem hefur þurft að aflýsa tónleikum á síðustu stundu en bæði Kaleo og Jungle drógu sig út í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes