Afbrýðissamasta kona Bretlands vill megrunaraðgerð

Debbi og Steve á brúðkaupsdaginn sinn.
Debbi og Steve á brúðkaupsdaginn sinn. Skjáskot af Facebook

Debbi Wood sem titluð hefur verið afbrýðisamasta kona Bretlands hefur sótt um að fara í megrunaraðgerð á kostnað breska heilbrigðiskerfisins til þess að tryggja að eiginmaður hennar muni ekki halda fram hjá henni.

Debbi og eiginmaður hennar Steve eiga afar óvenjulegt samband. Hún neyðir hann til að gangast undir próf með lygamæli í hvert skipti sem hann fer út úr húsi til þess að tryggja að hann haldi ekki fram hjá henni. Hún skoða einnig símann hans, tölvupóst og bankayfirlit og bannar honum jafnvel að horfa á sjónvarpsþætti með ákveðnum leikkonum sem hún telur að hann sé hrifinn af.

„Mér finnst hann gullfallegur, en það er ekki það sem málið snýst um. Það snýst um hvort ég geti treyst honum til þess að horfa ekki á aðrar konur þegar hann er einn úti,“ segir Debbi.

Margir myndu halda því fram að Steve væri fórnarlamb andlegs heimilisofbeldis og kúgunnar. Debbi segist hinsvegar ekki vera ofbeldismaður og kennir geðsjúkdómi kenndum við Óþelló um (e. Othello syndrome). Óþelló heilkennið gerir það að verkum að þeir sem af því þjást eru sífellt sannfærðir um að maki þeirra sé þeim ótrúr jafnvel þegar engar sannanir eru til staðar.

Nú vill Debbi, sem vegur yfir 130 kíló, fara magaminnkunaraðgerð svo hún verði öruggari með sig og Steve haldi síður framhjá. Debbi getur ekki stundað vinnu vegna bakverkja sem tengdir eru við þyngd hennar. Steve getur ekki unnið þar sem hann þarf að sinna Debbi og fær hann til þess styrk frá breska ríkinu. Debbi segir þyngdina koma í veg fyrir að hún geti hreyft sig en að hún hugsi vel um mataræðið þess í stað. Hún viðurkennir að parið geri stundum vel við sig en að hún hafi ekki fengið sér Big Mac á McDonald‘s í fimm ár.

Debbi hefur þegar sagt að hún muni vera tilbúin til að taka sjálf lygapróf þegar hún hefur grennst til að sanna fyrir ástkærum eiginmanni sínum að hún hafi ekki verið honum ótrú. „Ég er viss um að Steve hefur áhyggjur af því að ég muni grennast og fara frá honum fyrir einhvern annan. Ef Steve vill að ég taki próf með lygamæli þegar ég hef grennst mun ég gera það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg