Björk kemur fram á Airwaves

Björk nýtur gríðarlegra vinsælda jafnt innan landsteinanna sem utan.
Björk nýtur gríðarlegra vinsælda jafnt innan landsteinanna sem utan.

Björk mun halda tvenna tónleika í kringum Iceland Airwaves hátíðina sem fram fer 4. til 8. nóvember á þessu ári. BJörk kom síðast fram hér á landi á Airwaves hátíðinni 2011 í tengslum við plötuna Biophilia en ný plata hennar, Vulnicura, hefur hlotið mikið lof og munu fregnirnar af tónleikum hennar hér á landi eflaust kæta aðdáendur gríðarlega.

Björk mun spila í Eldborg í Hörpu og fara fyrri tónleikarnir fram þriðjudaginn 3. nóvember. Selt verður inn á þá tónleika sérstaklega en 1500 miðar verða í boði á seinni tónleikana, laugardaginn 7. nóvember, fyrir gesti Airwaves hátíðarinnar. 

Í dag var tilkynnt um 19 listamenn sem fram koma á hátíðinni í ár en þeirra á meðal er einnig John Grant sem mun koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Aðrar hljómsveitir sem tilkynnt var um í dag voru Vérité, The Pop Group, Lapsley, LA Priest, Sea Change, Ho99o9, Huindre waters, father John Misty, Emmsé Gauti, Agent Fresco, Amabadama, Mammút, Bubbi & Dimma, Muck, Hekla, Ylja og Sóley.

Tilkynning barst í formi myndbands þar sem trommarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson leikur listir sínar vítt og breitt um borgina og er myndbandið svo sannarlega augna- og eyrnayndi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes