Myndir frá verðlaunaathöfninni í Cannes

Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, gengur upp á svið til að …
Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar, gengur upp á svið til að taka við verðlaununum. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

Eins og kunnugt er vann kvikmyndin Hrút­ar, í leik­stjórn Gríms Há­kon­ar­son­ar, til Un Certain Regard-verðlaun­anna í sam­nefnd­um flokki á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppn­inn­ar sem ís­lensk kvik­mynd í fullri lengd vinn­ur til verðlauna á hátíðinni. 

Í renningnum hér að ofan má skoða myndir frá verðlaunaathöfninni.

Í Un Certain Regard-flokkn­um eru veitt verðlaun í nokkr­um flokk­um og fékk Hrút­ar sjálf Un Certain Regard-verðlaun­in (Prize of Un Certain Regard). For­seti dóm­nefnd­ar var leik- og kvik­mynda­gerðar­kon­an Isa­bella Rossell­ini.

Hrút­ar öttu kappi við átján aðrar kvik­mynd­ir í Un Certain Regard-flokkn­um.

Grím­ur Há­kon­ar­son leik­stýr­ir og skrif­ar hand­ritið að Hrút­um. Aðal­fram­leiðandi mynd­ar­inn­ar er Grím­ar Jóns­son fyr­ir Net­op Films og meðfram­leiðend­ur eru hin dönsku Ditte Mil­sted og Jacob Ja­rek fyr­ir Profile Pict­ur­es. Þá er Þórir Snær Sig­ur­jóns­son einn af fram­leiðend­um mynd­ar­inn­ar. Fram­leiðslu­stjórn er í hönd­um Evu Sig­urðardótt­ur. Með aðal­hlut­verk fara Sig­urður Sig­ur­jóns­son og Theo­dór Júlí­us­son. Stjórn kvik­mynda­töku er í hönd­um Norðmanns­ins Sturlu Brand­th Grøv­len og Kristján Loðmfjörð sér um klipp­ingu mynd­ar­inn­ar. Tónlist mynd­ar­inn­ar er sam­in af Atla Örvars­syni og hljóðhönn­un er í hönd­um Huld­ars Freys Arn­ars­son­ar og Björns Vikt­ors­sonar.

Fréttir mbl.is:

Hrútar vinna til verðlauna í Cannes

Stór stund fyrir íslenska kvikmyndagerð

„Ég er í skýjunum“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes