Bróðir Cel­ine Dion lát­inn

Daniel Dion er látinn.
Daniel Dion er látinn. Ljósmynd/Twitter

Daniel Dion, bróðir söngkonunnar Celine Dion, er látinn, 59 ára gamall. Banamein hans var krabbamein, en Daniel glímdi við krabbamein í heila, hálsi og tungu.

Greint var frá veikindum hans á mbl.is fyrr í dag.

Hann er eitt 14 barna þeirra Thérèse Tanguay-Dion and Adhémar Dion. Hann eyddi sínum síðustu dögum í umsjón lækna og starfsfólks á Maison Adhémar-Dion í Quebec í Kanada þar sem hann fékk líknandi meðferð.

Kemur þetta fram á fréttavef CNN í Bandaríkjunum.

Síðustu dagar hafa verið söngkonunni afar erfiðir, en á fimmtudag lést eiginmaður hennar og umboðsmaður til margra ára, Rene Angelil, eftir baráttu við krabbamein. Útför hans fer fram næsta föstu­dag í basilík­unni í Montreal í Kan­ada, sömu kirkju og hjón­in giftu sig í. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason