Pete Burns gjaldþrota þegar hann lést

Pete Burns var 57 ára þegar hann lést.
Pete Burns var 57 ára þegar hann lést. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Söngvarinn Pete Burns, sem sló í gegn með laginu „You Spin Me Round“, var að sögn vina gjaldþrota eftir málaferli og margar ólukkaðar fegrunaraðgerðir. Burns lést á sunnudaginn eftir að hafa fengið hjartaáfall, en hann var 57 ára gamall.

Frétt mbl.is: Hefur gengist undir 300 fegrunaraðgerðir

Vinur söngvarans, George Galloway, sagði í viðtali við Daily Star að söngvarinn hafi verið á kúpunni og hafi margoft þurft að fá lánað fé frá vinum sínum.

„Pete var ekki á góðum stað, ég þurfti sjálfur að hjálpa honum úr klípu eða tveimur. Hann þurfti að þola mikið mótlæti í lífi sínu. Hann gekkst undir misheppnaða aðgerð á vörum á Ítalíu og varð gjaldþrota eftir málaferli þar sem hann fór fram á skaðabætur,“ er haft eftir hinum fyrrverandi þingmanni.

Frétt mbl.is: Pete Burns vildi ekki eldast

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes