Gamla bíó hið nýja NASA

Airwaves-hátíðin er í huga margra ekki söm eftir að NASA söng sitt síðasta sem tónleikastaður. Undirritaður er fullkomlega þeirrar skoðunar. Harpa átti greinilega að koma að einhverju leyti í staðinn en hún er bara ekki nógu skemmtileg.

Stemningin þar er ekki eins og hún á að vera á Airwaves og óskandi að hægt væri að halda Hörpulaust Airwaves. Nú hefur hins vegar kviknað ljós í myrkrinu, því Gamla bíó kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í íslenska tónlistarsenu.

Salurinn er frábær fyrir tónleikahald, með stóru gólfi og háum svölum, og er að töluverðu leyti í svipuðum stíl og NASA var. Tónleikaunnendur mega því fagna þessari skemmtilegu viðbót.

<a href="https://instagram.com/p/vJiGNgPUit/" target="_top">Pakkað á Boogie Trouble. #airwaves14</a>

A photo posted by Gunnar Dofri (@gunnardofri) on Nov 11, 2014 at 10:33am PST 

Utandagskrárhátíðin hélt að sjálfsögðu áfram í dag. Á tímabili myndaðist röð fyrir utan Laundromat, rétt áður en Sin Fang átti að spila. „Svona á þetta að vera, fólk að bíða úti í kuldanum,“ hugsaði ég með mér þar sem ég gekk í humátt að Ellefunni, þar sem Boogie Trouble spiluðu. Ellefan kom mjög vel út sem tónleikastaður, fullt út úr dyrum, sveitt, heitt og erfitt að komast inn og út.

Hljómsveitin, sem ég hef ekki séð áður, stóð algjörlega fyrir sínu og fékk fullan kjallara til að dansa fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldi. Ekki amalegt það.

Kvöldið í kvöld verður sennilega það stærsta á hátíðinni, þar sem hljómsveitin The Knife spilar í Hörpu. Þrátt fyrir að leiðast tónleikastaðurinn get ég ekki annað en mætt, en hljómsveitin hefur gefið út að þetta séu hennar síðustu tónleikar. Búast má við að mikill fjöldi leggi leið sína á tónleikana, þannig að það mun borga sig að mæta í fyrra fallinu.

Gunnar Dofri flakkar um Airwaves um helgina. Ef þú vilt fylgjast með, þá er hægt að elta hann á Twitter, @gunnardofri og á Instagram, @gunnardofri.

Grísalappalísa og Megas spiluðu í Gamla bíó.
Grísalappalísa og Megas spiluðu í Gamla bíó. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes