Hver á hlaupársdaginn?

Launþegar á föstum mánaðarlaunum fá ekki aukagreiðslu fyrir að vinna …
Launþegar á föstum mánaðarlaunum fá ekki aukagreiðslu fyrir að vinna í dag. mbl.is/Jim Smart

Getur verið að launþegar sem þiggja föst mánaðarlaun séu að vinna kauplaust í dag, hlaupársdaginn 29. febrúar? Þessi febrúar er lengri en til dæmis febrúar í fyrra en ekki kemur nein launauppbót til móts við það. 

Á fréttavef BBC kemur fram að starfsmenn hjá National Trust, stofnun sem sér um viðhald og rekstur verndaðra húsa og safna í eigu ríkisins fái frí í dag.

 Júlíus Sesar leiðrétti dagatalið

Þessi aukadagur í dagatalinu var settur á laggirnar af Júlíusi Sesari sökum þess að það tekur jörðina meira 365 daga að fara einn hring í kringum sólina eða um 365,2422 daga eða þar um bil.

Það dugaði samt ekki til leiðréttingar því breski munkurinn Roger Bacon áttaði sig á því 1267 að níu dagar hefðu „horfið" frá því að Sesar leiðrétti tímatalið. Kirkjan áttaði sig á þessari staðreynd árið 1582 þegar hún tók eftir því að páskarnir voru ekki haldnir á réttum tíma og Gregor Páfi hinn 13. kynnti til sögunnar kerfið sem við notumst við í dag.

Tuttugu og sex sekúndum of langt

Núna er fjórða hvert ár hlaupár nema ef hægt er að deila í það með 100 en ekki 400. Þá verður hvert ár 365,2425 dagar sem mun vera um 26 sekúndum of langt miðað við gang himintunglanna en það er enginn að gera sér rellu út af slíkum smámunum.

Þannig var árið 2000 hlaupár án auka dags, sömuleiðis árin 1600, 1700, 1800 og 1900. Næsta slíkt auka dags lausa hlaupár verður árið 2100.
Gregory þurfti að flýta dagatalinu og „hoppa" yfir 10 daga frá 4. október til 15. október árið 1582 til að leiðrétta dagatalið og segir sagan að fólk hafi mótmælt kröftuglega og heimtað hina týndu daga sína aftur.

Vinnum við kauplaust í dag? 

Þó að launþegar séu tæknilega séð að vinna launalaust í dag þá má segja að hefðarréttur hafi yfirhöndina í þessu máli, þeir hafa unnið þennan dag án aukagreiðslu síðan 1582 ef ekki lengur og eru samningar væntanlega gerðir með það fyrir augum að fjórða hvert ár sé febrúar einum degi lengri en hin árin og að vinnuveitendur fái þann dag án uppbótargreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg