Endurgreiða miða vegna hörmulegrar frammistöðu

Bojan Prasnikar, þjálfari Cottbus, var að vonum óánægður með sína …
Bojan Prasnikar, þjálfari Cottbus, var að vonum óánægður með sína menn. Reuters

Þýska knattspyrnufélagið Energie Cottbus ætlar að endurgreiða 600 stuðningsmönnum félagsins aðgöngumiða eftir að liðið tapaði 4:0 fyrir Schalke á föstudag. Hefur Cottbus nú tapað sex af sjö síðustu leikjum sínum í þýsku deildinni og er í bullandi fallhættu.

Stuðningsmenn Energie Cottbus ferðuðust 610 km leið til Gelsenkirchen til að verða vitni að enn einu tapinu.

„Fyrirgefið, stuðningsmenn Energie," segir í yfirlýsingu á heimasíðu Cottbus. „Með því að endurgreiða aðgöngumiðana vilja leikmennirnir bæta fyrir þá hörmulegu frammistöðu, sem þeir sýndu á Veltins leikvellinum."

Sex umferðir eru eftir í þýsku úrvalsdeildinni. Cottbus er í næstneðsta sæti en Schalke á möguleika á Evrópusæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg