Borgarstjórinn féll í ána

Boris Johnson, borgarstjóri London, var óheppinn að detta fyrir framan …
Boris Johnson, borgarstjóri London, var óheppinn að detta fyrir framan myndavélarnar. Hann bar sig hins vegar vel eftir á. Reuters

Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, missteig sig og féll ofan í ána Pool í Lewisham, sem er í suðausturhluta borgarinnar, þegar hann var að kynna hreinsunarátak. Þetta gerðist beint fyrir framan myndavélar fjölmiðlanna.

Verkefnið gengur út á það að fá borgarbúa til að leggja hönd á plóg, tína rusl og hreinsa til í kringum ána í sjálfboðavinnu. Johnson kynnti verkefnið með því að taka sjálfur til hendinni. Hann var að vaða í ánni þegar hann rann og féll ofan í ána, sem náði honum upp að bringu. Borgarstjórinn skjögraðist svo í burtu.

Aðrir sjálfboðaliðar aðstoðuðu Johnson og þakkaði hann þeim fyrir hjálpina. Í framhaldinu sagði hann við fréttamann BBC að vatnið væri hressandi.

Atvikið má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg