Lát Jacksons olli usla í strætisvagni

Jackson var umdeildur.
Jackson var umdeildur.

Slagsmál brutust út í strætisvagni á leið um Miami í Flórída þegar fréttir af andláti söngvarans Michaels Jackson bárust. Farþegar rifust m.a. um hvort minnast ætti Jacksons fyrir hæfileika hans. Enginn slasaðist en einn farþegi var handtekinn og verður ákærður fyrir árás með vopni.

Ólætin hófust upp frá því að farþegi einn fékk sent textaskeyti, svonefnt SMS, með upplýsingum um lát Jacksons. Farþeginn las skeytið upphátt og gall þá í bílstjóranum að Jackson hefði átt að læsa í fangelsi fyrir löngu síðan. Farþeginn svaraði þá bílstjóranum fullum hálsi og sagði heiminn hafa misst mikinn hæfileikamann á sviði tónlistar.

Eitthvað virðast síðustu ummæli farþegans hafa farið fyrir brjóstið á öðrum og hnakkrifust þeir um hvernig skyldi minnast söngvarans. Brá svo við að annar farþeginn dró þá upp hníf og elti hinn um strætisvagninn.

Vagnstjóranum þótti þá nóg um, nam staðar og hringdi á lögreglu. Engum sögum fer af því hvernig honum tókst að róa hina æstu farþega en lögregla skakkaði alla vega í leikinn og handtók hnífamanninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg