Dýrasta bók í heimi boðin upp

Bók John James Audubon „Birds of America
Bók John James Audubon „Birds of America"

Eintak af dýrustu bók heims, sem í má finna myndir í fullri stærð af flamíngó-fuglum og svönum, verður boðin upp í Sothebys uppboðshúsinu í Bretlandi á laugardag og er því spáð að hún seljist fyrir ekki minna en 6 milljón pund, sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Bókin „Fuglar Ameríku" fjallar um fuglalíf Bandaríkjanna í 7 bindum og eru hún myndskreitt vatnslitamyndum eftir höfund hennar, John James Audubon. Hún verður boðin upp á sama tíma og aðrar bókmenntagersemar s.s. fyrsta safnútgáfa af verkum Shakespeare og bréf rituð af Elísabetu annarri Englandsdrottningu.

Talið er að aðeins um 100 eintök séu enn til af bók Audubons, en hún er 90 cm há og 60 cm breið. Síðast seldist eintak af henni fyrir 10 árum síðan á 8,8 milljónir Bandaríkjadala. Öll verkin sem boðin verða upp á laugardag voru í eigu bresks bókasafnara, Lord Frederick Hesketh, sem lést fyrir 55 árum síðan e það er fyrst nú sem erfingjar hans eru byrjaðir að selja sumar eigur hans.

Talsmaður Sothebys segir að fátítt að bókasafnarar geti nálgast á sama tíma jafnmerk verk, þ.e.a.s. dýrustu bók í heimi og mikilvægustu bók breskrar bókmenntasögu, fyrstu safnútgáfu Shakespeare. „Við erum í skýjunum yfir að geta boðið upp svona fjölbreytt og merkilegt safn."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg