Herinn ráðleggur fólki að flýja Austur-Rafah

Ísrael/Palestína | 6. maí 2024

Herinn ráðleggur fólki að flýja Austur-Rafah

Ísraelsher ráðleggur íbúum í austurhluta Rafah að halda til „útvíkkaða mannúðarsvæðisins“ á Gasaströndinni, áður en hernaðaraðgerðir hefjast í Rafah.

Herinn ráðleggur fólki að flýja Austur-Rafah

Ísrael/Palestína | 6. maí 2024

Palestínumaður á vergangi reiðr hjól með föggum sinum í gegn …
Palestínumaður á vergangi reiðr hjól með föggum sinum í gegn um Rafah-borg í kjölfar skipana frá Ísraelsmönnum um að rýma austurhluta borgarinnar. AFP

Ísraelsher ráðleggur íbúum í austurhluta Rafah að halda til „útvíkkaða mannúðarsvæðisins“ á Gasaströndinni, áður en hernaðaraðgerðir hefjast í Rafah.

Ísraelsher ráðleggur íbúum í austurhluta Rafah að halda til „útvíkkaða mannúðarsvæðisins“ á Gasaströndinni, áður en hernaðaraðgerðir hefjast í Rafah.

„IDF [þ.e. Ísraelsher] hvetur íbúa í austurhluta Rafah til að sækja fram í átt að útvíkkuðu mannúðarsvæði,“ sagði herinn í yfirlýsingu.

Yfirvofandi innrás í Rafah, á Suður-Gasa, hefur vakið ugg hjá hjálparsamtökum og leiðtogum alþjóðasamfélagsins.

Bandaríkin geti ekki stutt stóra hernaðaraðgerð í Rafah

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á föstudag að Ísraelsmenn ættu enn eftir að leggja fram „trúverðuga áætlun til að vernda almenna borgara sem eru í hættu“ og án slíkrar áætlunar gætu stjórnvöld í Washington ekki stutt stóra hernaðaraðgerð sem færi inn í Rafah.

Fljótlega eftir að stríðið á Gasa braust út þann 7. október sögðu ísraelsk stjórnvöld Palestínumönnum sem bjuggu á norðurhluta Gasa að flytjast á „öruggara svæði“ á suðurhluta Gasa, þar á meðal Rafah.

En Rafah hefur nú ítrekað orðið fyrir árásum Ísraelsmanna úr lofti og íbúar segja margir reglulega að ekkert svæði á Gasa sé öruggt.

Flytja 100 þúsund íbúa frá Rafah

„IDF hefur stækkað mannúðarsvæðið í Al-Mawasi til að mæta auknu magni hjálparsamtaka sem streyma til Gasa,“ sagði í yfirlýsingu Ísraelshers þar sem vísað er til strandsvæðis nærri Rafah.

„Þetta stækkaða mannúðarsvæði inniheldur sjúkrahús, tjöld og aukið magn matvæla, vatns, lyfja og annarra hjálpargagna,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni.

Í morgun hóf herinn að flytja íbúa í austurhluta Rafah tímabundið á brott, sagði talsmaður hersins við blaðamenn á upplýsingafundi á netinu.

mbl.is