ESB óskar Castro og lýðræðinu á Kúbu skjótum bata

Fidel Castro.
Fidel Castro. AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi Fidel Castro, forseta Kúbu, kveðju í dag þar sem honum óskað skjótum bata sem og lýðræðinu á Kúbu. „Við óskum Castro forseta og lýðræðinu skjótum bata,“ sagði talsmaður ESB.

Castro tilkynnti það á mánudag að bróðir hans, Raul Castro, muni taka við stjórnartaumunum um stundarsakir á meðan hann er að jafna sig eftir þarmaaðgerð.

Talsmaður Evrópusambandsins var spurður hvort breytingar muni verða í samskiptum ESB við Kúbu, sem hafa verið stirð í gegnum tíðina, verði veikindi Castros til þess að hann láti af völdum og nýr leiðtogi taki við. Hann sagði hinsvegar að ekkert lægi fyrir í þeim efnum.

Castro hefur verið afar áberandi á sviði heimsmála frá því að skæruliðasveitir hans hrifsuðu til sín völd frá einræðisherranum Fulgencio Batista í janúar árið 1959.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert